Ali Khamenei
Æðstiklerkur Írans
Ali Khamenei (persneska: سید علی حسینی خامنهای; f. 19. apríl 1939[1]) er múslimaklerkur og núverandi æðstiklerkur Írans. Hann tók við embætti eftir lát Ruhollah Khomeini árið 1989. Áður var hann forseti Írans frá 1981 til 1989. Hann var náinn samstarfsmaður Khomeinis í írönsku byltingunni 1979 og var skipaður ímam föstudagsbæna í Teheran eftir að Khomeini komst til valda. Eftir lát Khomeinis var hann kjörinn æðsti leiðtogi af sérfræðingaráði Írans þótt hann væri ekki marja' (ayatollah) á þeim tíma. Hann var útnefndur marja' árið 1994 þrátt fyrir andstöðu fjögurra annarra ayatollah.
Ali Khamenei سید علی حسینی | |
---|---|
Æðsti leiðtogi Írans | |
Núverandi | |
Tók við embætti 4. júní 1989 | |
Forseti | Hann sjálfur Akbar Hashemi Rafsanjani Mohammad Khatami Mahmoud Ahmadinejad Hassan Rouhani Ebrahim Raisi Mohammad Mokhber (starfandi) Masoud Pezeshkian |
Forveri | Ruhollah Khomeini |
Forseti Írans | |
Í embætti 9. október 1981 – 16. ágúst 1989 | |
Þjóðhöfðingi | Ruhollah Khomeini Hann sjálfur |
Forsætisráðherra | Mir-Hossein Mousavi |
Forveri | Mohammad-Ali Rajai |
Eftirmaður | Akbar Hashemi Rafsanjani |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 19. apríl 1939 Mashhad, Íran |
Þjóðerni | Íranskur |
Maki | Mansoureh Khojasteh Bagherzadeh (g. 1964) |
Börn | 6 |
Háskóli | Qom-klerkaskólinn |
Undirskrift |
Khamenei er talinn valdamesti stjórnmálamaður Írans. Hann er þjóðarleiðtogi og yfirmaður herafla Írans auk þess að eiga sæti í ríkisstjórn Írans.
Tilvísanir
breyta
Fyrirrennari: Ruhollah Khomeini |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||
Fyrirrennari: Mohammad-Ali Rajai |
|
Eftirmaður: Akbar Hashemi Rafsanjani |