Ali Khamenei

Ali Khamenei (persneska: سید علی حسینی خامنه‌ای‎‎; f. 17. júlí 1939) er múslimaklerkur og núverandi æðstiklerkur Írans. Hann tók við embætti eftir lát Ruhollah Khomeini árið 1989. Áður var hann forseti Írans frá 1981 til 1989. Hann var náinn samstarfsmaður Khomeinis í írönsku byltingunni 1979 og var skipaður ímam föstudagsbæna í Teheran eftir að Khomeini komst til valda. Eftir lát Khomeinis var hann kjörinn æðsti leiðtogi af sérfræðingaráði Írans þótt hann væri ekki marja' (ayatollah) á þeim tíma. Hann var útnefndur marja' árið 1994 þrátt fyrir andstöðu fjögurra annarra ayatollah.

Ali Khamenei

Khamenei er talinn valdamesti stjórnmálamaður Írans. Hann er þjóðarleiðtogi og yfirmaður herafla Írans auk þess að eiga sæti í ríkisstjórn Írans.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.