Hassan Rouhani

7. forseti Írans

Hassan Rouhani (persneska: حسن روحانی; fæddur Hassan Fereydoun þann 12. nóvember 1948) er fyrrverandi forseti Írans og sjöundi maðurinn sem hefur verið í því embætti. Áður var hann löggjafi, fræðimaður og diplómat. Hann var kosinn í forsetaembætti 3. ágúst 2013 og endurkjörinn árið 2017.[1] Hann er lögfræðingur og fyrrum ríkiserindreki. Hann hefur átt sæti í sérfræðingaráði Írans frá 1999 og í ráðgjafaráði æðsta leiðtogans frá 1991. Hann var ritari þjóðaröryggisráðsins frá 1989 til 2005 og lykilmaður í því að semja um kjarnorkuáætlun Írans við Bretland, Frakkland og Þýskaland.

Hassan Rouhani
حسن روحانی
Rouhani árið 2017.
Forseti Írans
Í embætti
3. ágúst 2013 – 3. ágúst 2021
ÞjóðhöfðingiAli Khamenei
ForveriMahmoud Ahmadinejad
EftirmaðurEbrahim Raisi
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. nóvember 1948 (1948-11-12) (76 ára)
Sorkheh, Semnan-héraði, Íran
ÞjóðerniÍranskur
StjórnmálaflokkurHófsemis- og þróunarflokkurinn
MakiSahebeh Arabi (1968–)
Börn5
HáskóliQom-klerkaskólinn
Háskólinn í Teheran
Kaledóníuháskóli í Glasgow
Undirskrift

Rouhani hefur verið lýst sem hófsömum leiðtoga. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti við Vesturlönd og borgararéttindi innanlands.

Tilvísanir

breyta
  1. Oddur Stefánsson (26. maí 2017). „Endurkjör Rouhani og opnun Íran“. Kjarninn. Sótt 21. júní 2021.


Fyrirrennari:
Mahmoud Ahmadinejad
Forseti Írans
(3. ágúst 20133. ágúst 2021)
Eftirmaður:
Ebrahim Raisi


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.