Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillur

(Endurbeint frá Algengar málfræðivillur)

Listi yfir algengar málvillur og ritvillur í íslensku, hér eru aðeins skráð orð og orðasambönd sem alltaf teljast röng en ekki bara röng í vissu samhengi.

Málfræðivilla/Stafsetningarvilla Leiðrétting Útskýring
einhvað / eikkhvað eitthvað Eingöngu í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni eintölu er fyrri liðurinn eitt-[1]
pulsa pylsa Orðið pylsa er tökuorð úr dönsku pølse. Það þekkist í málinu frá 17. öld. Rétt er að skrifa pylsa með -y- en pulsa er framburðarmynd, líklega fyrir áhrif frá dönsku.[2]
einmanna einmana Samsett úr orðunum ein og mana, sem merkir í þessu tilfelli hugur.[3]
hlægja hlæja Sögnin beygist þannig: Hlæja (nh.) - hló (þt. et.) - hlógum (þt. ft.) - hlegið (lh. þt.). Sögnin að hlægja merkir að fá einhvern til að hlæja.[4]
fleirra fleira Algeng framburðarmynd sem kom fyrir í ritmáli. Margur í miðstigi (fleiri).[5]
hnéið/tréið hnéð/tréð Hvorugkynsnafnorð sem enda á sérhljóða en eru án beygingarendingar í þágufalli taka beygingarviðskeytið -ð.
talva tölva Nýyrðið var búið til með því að blanda saman „tölu-völva“ (talna-spákona)[6]
þæginlegt þægilegt Forliðurinn þægi er af þægur, sem merkir hentugur[7]
þáttaka þátttaka Orðið merkir „það að taka þátt“ og er þannig myndað, að sögninni „að taka“ er skeytt aftan við stofn nafnorðsins „þáttur“ þannig að úr verður þátt-taka.[8]
trúnna trúna Það er eitt „n“ í orðunum trúna, kúna, ána, brúna. Dæmi: "missa trúna, mjólka kúna, vaða yfir ána eða fara yfir brúna."
haldfang handfang Handfang er sá hluti einhvers sem hendur geta fangað, til dæmis í því skyni að lyfta viðkomandi hlut, halda á honum eða færa hann úr stað. Orðið „haldfang“ er hins vegar hvergi að finna í íslenskri orðabók.
mannsal mansal Orðið „man“ merkir „ófrjáls manneskja“.[9]
harmlaus meinlaus Hér er dæmi um falsvini. Hér er verið að rugla saman enska orðinu harmless og íslenska orðinu harmlaus (laus við harm (þ.e. sorg)), en harmless er venjulega þýtt sem: meinlaus, skaðlaus, saklaus.
ítrasta ýtrasta ítrasta sem er komið af orðinu ítur: fallegur, ágætur er oft ruglað saman við efsta stig af ýtrari sem þýðir: frekar, rækilegar, en efsta stigið er: ýtrast(ur): eins og t.d. í orðasambandinu: til hins ýtrasta af fremsta megni - eða - mitt ýtrasta ráð: síðasta ráð mitt.[10]
hæðsti/hæðstur hæsti/hæstur Efsta stig lýsingarorðsins 'hár'.[11]
keyptu kauptu Þegar notaður er boðháttur sagnarinnar að kaupa í eintölu á hann að vera „kauptu“ en ekki „keyptu“. Orðmyndin „keyptu“ er þó ekki alltaf röng, hún er rétt sem 3. persóna fleirtölu í þátíð.[12]
meiga mega sjá: núþáleg sögn
mánaðarmót mánaðamót Tveir mánuðir mætast og því er orðið mánuður í eignarfalli fleirtölu, ekki eintölu.[13]
útileiga útilega Þú ferð í útilegu og gistir í tjaldi, ferðavagn, eða gistir jafnvel úti í náttúrunni. Það getur jafnvel verið að þú leigir þér ferðavagninn, sem þá er í útleigu. En útileiga er ekki til.[14]
meter metri Rétt orðmynd er metri en ekki meter.[15]
mig/mér hlakkar til ég hlakka til sjá: þágufallssýki
tvær buxur tvennar buxur Rétt er að segja tvennar buxur, þar sem orðið buxur er fleirtöluorð og lýsingarorðið tvennar er notað með fleirtöluorðum.[16]
vegna -ingu(nnar) vegna -ingar(innar) Orð sem nota þessa beygingarendingu eru kvenkynsnafnorð og fallbeygjast svona:

Nf. -ing

Þf. -ingu

Þgf. -ingu

Ef. -ingar

hvorki...eða hvorki...né sjá: fleiryrt samtenging
hér eru hurðar hér eru hurðir Sumir gera sömu villu með orðið lestir, og tala um margar lestar (sem er rangt). Hér er ruglað saman eignarfalli eintölu og nefnifalli fleirtölu.
jafnmargir...en... Jafnmargir...og... Rangt er að skrifa: Óvíða eru jafnmargar bifreiðar miðað við íbúa en á Íslandi. Þarna á annaðhvort að standa: jafnmargar...og eða fleiri...en...
koma frá Akureyri, koma frá Reykjavík vera frá Akureyri, vera frá Reykjavík. Það eru ensk áhrif að tala um að „koma frá“ einhverjum stað. Talað er um að menn séu frá Akureyri (en úr Svarfaðardal til dæmis) eða úr Reykjavík eða frá, en menn „koma“ ekki frá neinum stað ef menn eru að tala um uppruna einhvers.[17]
að öðru leiti að öðru leyti í orðasambandi eins og „að öðru leyti“ og „um þetta leyti“ skal ekki skrifa „leiti“; „leiti“ þýðir hæð og á að nota í orðasambandi eins og „á næsta leiti“ og í staðarheitum eins og „Efstaleiti“.[18]
mér langar/vantar mig langar/vantar Sagnirnar „að langa“ og „að vanta“ eru ópersónuleg sagnir sem taka með sér þolfall.[19]
ég vill ég vil Vill er sögnin að vilja í þriðju persónu en Ég er fyrstu persónu persónufornafn. Það er því rétt að segja ég vil. Í þriðju persónu er sagt hann vill, hún vill og það vill sem dæmi.[20]
lýst á líst á Sagnmyndin „líst“ er ópersónuleg notkun af sögninni „líta“, sem þýðir að álita/meta e-ð, á meðan „lýst“ er þátíð af sögninni „lýsa“, sem þýðir að lýsa einhverju. Þess vegna er sagt að manni „líst á“ eitthvað þegar eitthvað fellur í geð.[21]
víst að... fyrst að... Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.[22]
gamminn geysa gamminn geisa Gammur er frár hestur. Láta gamminn geisa.[23]
hellast úr lestinni heltast úr lestinni Orðatiltækið á uppruna sinn að rekja til þess þeim tíma þegar hestar voru helsti fararskjótinn, en þá gat komið sér illa þegar margir voru á ferð saman ef einn hestur varð haltur og gat ekki fylgt lestinni lengur. Þar sem slík lest er ekki ílát er hins vegar ekki hægt að hella neinu úr henni.[24] Sögnin að hellast og sögnin að heltast hljóma líkt og er því líklegt að þessi málfarsvilla komi til með að einhverjum hafi misheyrst setningin.
telur - eitthvað telur skiptir máli Á ensku er stundum sagt: everything counts, en á íslensku er ekki rétt að segja ?að allt telji, eða ?að mörk telji (að hvert mark telji) o.s.frv., heldur skipta þau máli (hvert mark skiptir máli).[25]

Tenglar

breyta
  • „Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?“. Vísindavefurinn.
  • Yfirlestur.is Málrýni fyrir íslensku
  • Málfríður Gervigreindarknúið leiðréttingarforrit fyrir íslensku

Tilvísanir

breyta
  1. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  2. „Hvort er réttara að segja og rita pylsa eða pulsa?“. Vísindavefurinn. Sótt 8. júní 2024.
  3. „Íslensk orðsifjabók“. ordsifjabok.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  4. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  5. „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“. bin.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  6. „Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?“. Vísindavefurinn. Sótt 6. júní 2024.
  7. „Íslensk orðsifjabók“. ordsifjabok.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  8. „Ritreglur“. ritreglur.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  9. „Íslensk orðsifjabók“. ordsifjabok.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  10. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  11. „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“. bin.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  12. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  13. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  14. „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  15. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 8. júní 2024.
  16. „Um tíu þúsund vinstrifótarskó, tvennar buxur og og tvennan klæðnað“. bin.arnastofnun.is. Sótt 8. júní 2024.
  17. Gísli Jónsson (21. júní 1979). „Íslenskt mál“. Morgunblaðið. bls. 6.
  18. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 6. júní 2024.
  19. „Hvenær á að nota „mig" og hvenær á að nota „mér" með sagnorðum?“. Vísindavefurinn. Sótt 6. júní 2024.
  20. „Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?“. Vísindavefurinn. Sótt 6. júní 2024.
  21. „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is. Sótt 8. júní 2024.
  22. „Eiríkur Rögnvaldsson » Rangur misskilningur“. Sótt 6. júní 2024.
  23. „Greinasafn - Innskráning“. www.mbl.is. Sótt 6. júní 2024.
  24. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 8. júní 2024.
  25. Algengt talmál meðal íþróttamanna: „„Hópurinn er mjög flottur núna" - RÚV.is“. RÚV. 16. apríl 2021. Sótt 8. júní 2024.