Alfreð Clausen og Konni

Alfreð Clausen og Konni er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Alfreð Clausen tvö lög með Baldri Georgs Takács í gervi trébrúðunnar Konna. Kvartett Jan Morávek leikur undir. Í honum voru auk Jan, Gunnar Sveinsson, Eyþór Þorláksson og Pétur Urbancic. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen og Konni
Bakhlið
IM 40
FlytjandiAlfreð Clausen, Konni (Baldur Georgs Takács), kvartett Jan Morávek
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Elsku mey, ég dey - Lag - texti: NN - Loftur Guðmundsson
  2. Segðu mér sögu - Lag - texti: NN - Loftur Guðmundsson - Hljóðdæmi

Baldur og Konni

breyta

Baldur Georgs Takács þýðandi, kennari, töframaður og búktalari hóf samstarf við brúðuna Konna árið 1945. Þeir skemmtu víða við góðar undirtektir, meðal annars í Tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960, á miðnæturskemmtunum Hljómplötunýjunga í Austurbæjarbíói, í Tívolí í Kaupmannahöfn og á Dyrehavsbakken. Einnig skemmtu þeir í sjónvarpi á upphafsárum þess og birtust eftirminnilega eftir langt hlé í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir félagar komu við sögu á fimm hljómplötum.[1] Konni er varðveittur á Þjóðminjasafninu.[2]

Alfreð og Konni í Austurbæjarbíói

breyta
 
Alfreð Clausen og Konni á miðnæturskemmtun Hljómplötunýjunga í Austubæjarbíó 1954.

Heimildir

breyta
  1. Morgunblaðið, 7. maí 1954, bls. 6. Auglýsing fyrir miðnæturskemmtun Hljómplötunýjunga. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=109360&pageId=1294068&lang=is&q=Clausen
  2. Vefur Þjóðminjasafnins. Leikbrúðan Konni. http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/gripur-manadarins/nr/2792[óvirkur tengill]