Alfreð Clausen - Ömmubæn

Alfreð Clausen: Ömmubæn - Mamma mín er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1962. Á henni syngur Alfreð Clausen tvö lög með hljómsveit Jan Morávek og Tónalísum. Tónalísur voru þær Ingibjörg Þorbergs, Svala Nielsen og Sigríður Guðmundsdóttir. Útsetning: Jan Morávek. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Alfreð Clausen: Ömmubæn - Mamma mín
EXP-IM 98-A.jpg
EXP-IM 98-B.jpg
Bakhlið
EXP-IM 98
FlytjandiAlfreð Clausen, Tónalísur, hljómsveit Jan Morávek
Gefin út1962
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

LagalistiBreyta

  1. Mamma mín - Lag og texti: Jenni Jónsson
  2. Ömmubæn - Lag og texti: Jenni Jónsson -  Hljóðdæmi (uppl.)


Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta

 

Það er mikill viðburður að Íslenzkir tónar geta nú sent frá sér nýja hljómplötu með Alfreð Clausen.

Alfreð Clausen er tvímælalaust einn vinsælasti söngvari sem á hljómplötur hefur sungið á Íslandi og má þar m.a. nefna lög eins og Æskuminning, Manstu gamla daga, Sólarlag í Reykjavík, Þórður sjóari, Vökudraumur, Brúnaljósin brúnu, Ágústnótt o.fl.

Nú eru liðin nokkur ár síðan plötur hafa komið út með söng Alfreðs en fyrir tveimur árum söng Alfreð lagið Ömmubæn eftir Jenna Jónsson fyrir útvarpið og síðan hefur eftirspurn eftir þessu lagi ekki linnt og hefur Alfrð sungið lagið fyrir Íslenska tóna og hins vegar er á plötunni er gullfallegt lag, einnig eftir Jenna og nefnist Mamma mín.

Jan Morávek hefur útsett af mikill snilld og hljómsveit hans ásamt Tónalísum aðstoða Alfreð af smekkvísi og snilld.

Það er von Íslenzkra tóna að þessi plata hljóti þær viðtökur, að fleiri plötur fylgi þessari.