Alberto Porro Carmona
Alberto Porro Carmona (f. 17. október 1980) er spænskur hljómsveitarstjóri, tónskáld, rithöfundur, fyrirlesari, kennari og saxófónleikari.
Hann hefur stjórnað mörgum stórum hljómsveitum, bæði í Evrópu og Ameríku sem og hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína og hljómsveitarstjórn. Hann hefur spilað á tónleikum út um allan heim, m.a. á Spáni, Frakklandi, Belgíu, Portúgal, Ítalíu, Þýskalandi, Íslandi, Bretlandi, Argentínu, Chile, Brasilíu, Paragvæ og Kúbu.
Þessa stundina starfar Carmona sem tónlistastjóri og kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann kennir einnig við Háskólann á Akureyri.