Alþjóðadagur punktaleturs

Dagur til vitundarvakningar fyrir blinda

Alþjóðadagur punktaleturs (Alþjóðlegur dagur blindraletursins) er viðburðardagur haldinn 4. janúar ár hvert til að auka vitund um mikilvægi punktaletur sem samskiptatækis til að auka mannréttindi blindra og sjónskertra fólks.

Mynd af punktaletri Louis Braille.
Punktaletur Louis Braille.
Mynd af punktaletri Louis Braille í hraðbanka fyrir blinda eða sjónskerta.
Punktaletur Louis Braille í hraðbanka fyrir blinda eða sjónskerta.


Saga breyta

 
Sem barn missti Louis Braille sjón á báðum augum í slysi.

Frakkinn Louis Braille (1809-1852) blindur á báðum augum, fann upp 16. ára blindraletrið eða punktaletrið. Grunnurinn í letrinu eru sex upphafnir punktar sem raðað er í tvær raðir lóðrétt með þremur punktum í hverri röð innan ferhyrnds svæðis.[1][2] Munstrið má síðan nema með fingurgómum. Kerfi Braille byggði á 12 punkta hermerkjakerfi sem landi hans Charles Barbier útbjó fyrir Napóleon en þótti allt of flókið. Braille einfaldaði kerfið til muna með því að nota einungis 6 punkta. Þetta kerfi sem kennt er við hann gerir enn þann dag í dag blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa.[3]

Punktaleturskerfið er þekkt og viðurkennt víða um heim. Finna má punktaletur víða til dæmis á lyfjapakkningum, í lyftum, á leiðbeiningarskiltum, vegvísum o.s.frv.

Að undirlagi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í nóvember árið 2018, að punktaletursins skyldi minnst á afmælisdegi Louis Braille, höfundi þess.[4][5] Fyrsti alþjóðadagur blindraleturins var haldinn hátíðlegur 4. janúar 2019.[6]


Íslenskt punktaletur breyta

Íslenskt punktaletur er fyrsta ritmál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Íslenska punktaletrið á rætur að rekja til franska punktaletursins að viðbættum nokkrum séríslenskum stöfum. Þann 27. maí árið 2011 lögfesti Alþingi íslenskt punktaletur sem fullgilt íslenskt ritmál. Það segir að hver „…hver sem hefur þörf fyrir blindralestur vegna skerðingar á sjón skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt punktaletur um leið og hann hefur getu til.“[7][8]

Tenglar breyta

Heimildir breyta

Tilvísanir breyta

  1. Kristinn Halldór Einarsson (8. janúar 2009). „200 ára afmæli Louis Braille höfundar blindraletursins“. Morgunblaðið - 6. tölublað (08.01.2009). bls. 26. Sótt 26. mars 2021.
  2. Alex Leó Kristinsson og Dagur Brabin Hrannarsson (12. júní 2015). „„Hver fann upp blindraletrið?". Vísindavefurinn. Sótt 26. mars 2021.
  3. Rósa Guðmundsdóttir (19. júní 1964). „Blindraletur og bókargerð“. 19. júní - 1. tölublað (19.06.1964). bls. 26. Sótt 26. mars 2021.
  4. Sigþór U. Hallfreðsson (4. janúar 2019). „Alþjóðadagur punktaleturs 4. janúar“. Blindrafélagið. Sótt 26. mars 2021.
  5. Sameinuðu þjóðirnar. „World Braille Day 4 January“. Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 26. mars 2021.
  6. Sameinuðu þjóðirnar (4. janúar 2019). „First-ever World Braille Day underscores importance of written language for human rights“. Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 26. mars 2021.
  7. Alþingi: 139. löggjafarþing 2010–2011. (2011). „Staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls- Lög nr. 61/2011“. Alþingi. Sótt 26. mars 2021.
  8. Blindrafélagið (26. maí 2011). „Punktaletur fest í lög sem íslenskt ritmál“. Blindrafélagið. Sótt 26. mars 2021.