Agrilus anxius
Agrilus anxius er bjöllutegund ættuð frá Norður Ameríku, algengari sunnan til á heimsálfunni og sjaldgæf norðan til. Hún er alvarlegur skaðvaldur í birkitrjám (Betula), og drepur þau oft. Svartbjörk (Betula nigra) er þolnasta tegundin, og aðrar amerískar tegundir síður, en Evrasískar tegundir hafa enga mótstöðu gegn bjöllunni og er í raun ekki hægt að rækta þær í austur Bandaríkjunum fyrir vikið. Bjallan drepur trén þegar lirfur hennar bora göng undir berkinum og loka fyrir næringarstreymið milli rótar og blaða. Hún er náskyld Agrilus planipennis sem er skaðvaldur í aski.
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Agrilus anxius Gory, 1841 | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Agrilus torpidus LeConte, 1860[1] |
Myndir
breytaTenglar
breyta- US Forest Service factsheet Geymt 27 júní 2012 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Nelson, Gayle H., George C. Walters, Jr., R. Dennis Haines, and Charles L. Bellamy (2008) A Catalog and Bibliography of the Buprestoidea of America North of Mexico, The Coleopterists' Society, Special Publication, no. 4
Wikilífverur eru með efni sem tengist Agrilus anxius.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Agrilus anxius.