Aflagssögn
Aflagssögn[1] (eða deponenssögn[2]) er sögn sem hefur merkingu sem er í germynd, en tekur á sig form annarra sagnmynda, oftast form miðmyndar eða þolmyndar.
Tungumál sem hafa aflagssagnir
breytaÞessi listi er ekki tæmandi.
- Gríska hefur miðmyndar aflagssagnir (sumar hverjar nokkuð algengar) og nokkrar þolmyndar aflagssagnir. Dæmi úr grísku er ερχομαι (erchomai, ‚ég kem‘ eða ‚ég fer‘), sem hagar sér eins og miðmynd/þolmynd en er þýdd með germyndinni.
- Latína hefur þolmyndar aflagssagnir eins og loqui (‚að tala‘), pati (‚að þola‘), sequi (‚að fylgja‘) og horatari (‚að ráðleggja‘). Flestar aflagssagnir í latínu eru áhrifslausar og um helmingur þeirra beygist eftir fyrstu beygingu. Sumar hafa þolmyndarmerkingu í lýsingarhætti þátíðar. Að auki eru fjórar latneskar sagnir (audere ‚að þora‘; gaudere ‚að gleðjast‘; solere ‚að venjast‘; og fidere ‚að treysta (á)‘) kallaðar hálf-aflagssagnir, vegna þess að einungis í þátíð hafa þær útlit þolmyndar en merkingu germyndar. Stundum teljast sagnirnar iurare (‚að sverja‘), nubere (‚að giftast‘) og placeo (‚að geðjast‘) til hálf-aflagssagna. Nokkrar sagnir hafa enn fremur germyndarmerkingu í lýsingarhætti þátíðar: adolescere (‚að vaxa úr grasi‘), cenare (‚að borða‘), placere (‚að geðjast‘), prandere (‚að snæða hádegisverð‘), potare (‚að drekka‘), iurare (‚að sverja‘).
Dæmi
breyta- Sænska orðið andas („anda“, aflagssögn), danska og norskt bókmál ånde („anda“, ekki aflagssögn).
- Sænska orðið hoppas („vona“, aflagssögn), danska håbe, norskt bókmál håpe („vona“, ekki aflagssögn).
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Kristinn Ármannsson (2001). Latnesk málfræði (bók). Mál og menning. ISBN 9979307390. blaðsíða 68.
102. gr.
H.Aflagssagnir, verba deponentia. Einnig kallaðar deponenssagnir og deponens-sagnir. - ↑ Orðið deponenssögn kemur af latnesku sögninni deponere sem þýðir að „leggja niður“, vegna þess að aflagssagnir „leggja niður“ germyndina. Þaðan kemur líka hið íslenska heiti (aflagssagnir) vegna þess að þær „leggja af“ germyndina.