Adrien-Marie Legendre
Adrien-Marie Legendre (18. september 1752 – 10. janúar 1833) var franskur stærðfræðingur, sem ásamt Lagrange og Laplace var í þriggja manna hópi sem tengdist frönsku byltingunni. Hann var vel þekktur á nítjándu öld, sem höfundur góðrar kennslubókar um rúmfræði Evklíðs, en meginstarf hans var á sviði örsmæðareiknings. Svokallaðar Legendre-margliður, sem eru lausnir vissra deildajafna, eru mikilvægar í stærðfræðigreiningu. Hann ásamt Euler leiddi út og sannaði að nokkru lögmál í talnafræði, sem þekkt er sem lögmálið um andhverfuna í öðru veldi.