Persónuníð

(Endurbeint frá Ad hominem)

Persónuníð[1] eða persónurök[1]latínu argumentum ad hominem, oft kölluð ad hominem rök) er rökfræðilegt hugtak sem getur átt við fullyrðingu sem felur í sér rökvillu. Latneska heitið getur einnig verið heiti á ákveðinni aðferð við að rökræða, sem felur ekki í sér rökvillu. Latneska heitið argumentum ad hominum þýðist sem „rök gegn manninum“ eða „rök með tilliti til mannsins“ eða „rök handa manninum“ þar sem orðið homo („maður“) á við manneskju frekar en karlmann.

Algengast er að heitið sé notað yfir rökvillur. Dæmi um slíka villu væri:

  1. A leggur fram fullyrðingu.
  2. B bendir á eitthvað athugavert í fari A.
  3. Þar af leiðir að A hefur rangt fyrir sér.

Rökvillan felst í því að álykta að þar sem að eitthvað er athugavert í fari A, þá geti hann ekki haft rétt fyrir sér.

Ad hominem rök geta einnig verið rök þar sem annar aðilinn rökræðir á „lánuðum“ forsendum, þ.e.a.s. fellst á forsendur viðmælandans einungis rökræðunnar vegna. Slíkt telst ekki vera rökvilla. Dæmi um ad hominem rök af þessu tagi eru rökræður akademískra efahyggjumanna við stóumenn.

Sönnun

breyta

Rökvillunni væri hægt að lýsa á eftirfarandi hátt með táknmáli rökfræðinnar:

  • Látum x vera stak úr mengi allra sem geta lagt fram fullyrðingu.
  • P(x) = "x hefur rétt fyrir sér";
  • Q(x) = "eitthvað er athugavert við x";
 

sem stenst ekki, þar sem að:

 ,

sem þýðir að um alla einstaklinga sem geta lagt fram fullyrðingu gildir að fullyrðing þeirra er röng ef að eitthvað er athugavert í fari þeirra, ef og aðeins ef að ekki er til neinn einstaklingur sem hefur eitthvað athugavert í fari sínu en hefur fært sanna fullyrðingu.

Til þess að sanna að þetta sé rökvilla er nóg að nefna dæmi um einn einstakling sem hefur eitthvað athugavert í fari sínu en hefur lagt fram sanna fullyrðingu.

Nú eru ekki allir sammála um hverjir hafa eitthvað athugavert í fari sínu, né heldur hvaða fullyrðingar teljast sannar. Flestir geta samt samsinnst um það að lygarar hafa það athugaverða í fari sínu að ljúga gjarnan, þ.e., að segja ósatt. Tökum nú dæmi um að jafnvel harðsvífnustu lygarar geti ekki ávallt logið. Köllum lygarann A, en látum B vera einstakling sem starfar hjá ímynduðu Lygavarnareftirliti, sem er að yfirheyra hann. Höfum í huga að A mun alltaf ljúga, sé þess kostur.

  • B spyr A hvort hann ljúgi alltaf.
  • A svarar að hann geri það ekki.
  • B spyr hvort að hann segi stundum satt.
  • A svarar að hann gerir það.

Þar með er A búinn að valda mótsögn hjá sjálfum sér, þar sem að hann segist segja stundum satt, þá lýgur hann ekki alltaf, og þá verður fyrri staðhæfing hans sönn.

Þess ber að geta að þó svo að þetta sanni að fólk sem hefur eitthvað athugavert í sínu fari geti hugsanlega lagt fram sanna fullyrðingu er þetta engan vegin trygging fyrir því að þeir geri það.

Aðrar gerðir ad hominem

breyta

Árásarform

breyta

Árásarformið af ad hominem rökum (l. argumentum ad personam) gengur fyrst og fremst út á það að móðga andstæðingin, hvort sem að fullyrðingin sem vörpuð er fram um eðli andstæðingsins sé sönn eða ekki. Ástæða þess að þetta er samt sem áður rökvilla er sú að — í flestum tilfellum — hafa móðganir ekki nein afgerandi áhrif á sanngildi upprunalegu fullyrðingarinnar.

Dæmi 1:

„Þú getur ekki tekið mark á Jóni þegar að hann segir að Guð sé ekki til þar sem að hann er atvinnulaus!“

Dæmi 2:

Manneskja A: „Guð er til. Fornleifarannsóknir í miðausturlöndum sanna það.“
Manneskja B: „Auðvitað segir þú það, þú ert prestur, og afkoma þín ræðst af því hvort að Guð sé til eða ekki.“

Aðstæðuform

breyta

Aðstæðuformið (e. ad hominem circumstantial) snýst um að benda á að einhver sé í þannig aðstæðum að hann neyðist til þess að hafa ákveðið viðhorf. Aðstæðuformið er árás á áhrifavalda einstaklingsins frekar en hann sjálfan. Ástæða þess að þetta er rökvilla er sú að þetta minnkar ekki sannleiksgildi upprunalegu fullyrðingarinnar, heldur bendir bara á hugsanlegan áhrifavald í framsetningu hennar. Slíkar fullyrðingar eru ekki endilega fáranlegar, en þær eru samt ekki strangt til tekið rökréttar.

Dæmi:

„Að sjálfsögðu segirðu að reykingar séu ekki óhollar, enda reykingamaður sjálfur!“

Frægt er að sagt sé „auðvitað myndi hann segja þetta“ eða „það mátti nú alveg búast við því að hún segði þetta“.

Hræsnisform

breyta

Hræsnisform (l. Ad hominem tu quoque) er tegund ad hominem raka sem benda á hræsni í fullyrðingu andstæðingsins. Slík rök ganga út á að hrekja upprunalegu fullyrðinguna á þeim grundvelli að sá sem sagði það sé viðhafður í þeim líka, eða að fullyrðingin sé ósamkvæm einhverju sem viðkomandi hafði sagt áður.

Það gengur fyrir sig þannig:

  • A fordæmir P.
  • A er einnig sekur um P.
  • Þar af leiðir er P ófordæmanlegt.

Dæmi:

„Þú getur ekki ásakað mig um glæp þar sem að þú ert sjálfur glæpamaður.“
Bandaríkin geta ekki fordæmt brot á mannréttindum, þar sem að þeir stunduðu þrælahald.“

Einnig getur þetta virkað þannig:

  • A leggur fram fullyrðingu P.
  • A lagði eitt sinn fram fullyrðingu Q, sem stangast á við P.
  • Þar af leiðir að P er ósönn.

Dæmi:

„Þú segir að eðlislögmálin haldi flugvélum á lofti, en það er ósatt vegna þess að fyrir tuttugu árum sagðirðu að galdrar héldu flugvélum á lofti.“

Notkun í raunveruleikanum

breyta
 
Stjórnmálaumræður grípa gjarnan til ad hominem fullyrðinga.

Í daglegu lífi eru ad hominem fullyrðingar oft notaðar í deilum stjórnmálamanna eða andstæðinga þeirra. Ad hominem fullyrðingar eru einnig oft notaðar til þess að réttlæta aðgerðir sem annars eiga sér enga rökrétta ástæðu, en eru þó taldar réttar af framkvæmdaraðilanum, má nefna ritskoðun í því samhengi.

Í Alþingiskosningum á Íslandi, sem og ámóta lýðræðislegum kosningum víða um heim, er löng hefð fyrir því að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur notist við ad hominem fullyrðingar gagnvart andstæðingum sínum til þess að auka fylgi sitt. Ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið komið úr embætti eftir svona gagnrýni, svo sem Þórólfi Árnasyni, sem sagði af sér embætti borgarstjóra Reykjavíkur eftir að sú ad hominem fullyrðing var lögð fram, að þar sem að hann hefði tengst verðsamráði olíufélaganna (sem var hvorki sannað né dæmt) þá væri hann augljóslega ófær um að stýra Reykjavíkurborg.

Stærðfræðingurinn Alan Turing framdi sjálfsmorð í kjölfar þess að hann var sviptur doktorsgráðu sinni, rannsóknaraðstöðu og stöðu sinni innan breska hersins, eftir að komst upp að hann væri samkynhneigður. Ad hominem fullyrðing var þá notuð til þess að benda á að ef hann væri samkynhneigður gæti hann ómögulega verið marktækur vísindamaður.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 „Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?“. Vísindavefurinn.

Tengt efni

breyta