Sikileyjarþinur

(Endurbeint frá Abies nebrodensis)

Sikileyjarþinur (Abies nebrodensis) er þintegund frá Nebrodi- og Madonie-fjöllum á Norður-Sikiley. Þetta er meðalstórt sígrænt barrtré sem verður 15 til 25 metra hátt, með stofnummál að 1 metra. Hann vex í 1400 til 1600 metra hæð yfir sjávarmáli og vegna skógareyðingar er hann orðinn óhemju sjaldgæfur. Aðeins 21 fullþroska tré eru enn á lífi og endurræktunaráætlanir hafa borið mjög takmarkaðan árangur vegna mikillar beitar búfjár bænda af svæðinu. Þinurinn er skráður á válista IUCN sem tegund í mikilli útrýmingarhættu [2]

Sikileyjarþinur
Abies nebrodensis
Abies nebrodensis
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. nebrodensis

Tvínefni
Abies nebrodensis
(Lojac.) Mattei
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði

Þrátt fyrir vísindanafnið sem vísar til Nebrodi-fjalla, einskorðast tegundin nú orðið við brattar, þurrar hlíðar Scalonefjalls í Madonie-fjallgarði á norðanverðri Mið-Sikiley.

Barrnálar hans eru flatar, 1,5 til 2,5 cm langar, 2 mm breiðar og 0,5 mm þykkar, gljáandi grænar að ofan en með tvær grænhvítar loftaugnarákir að neðan. Endar barrnálanna eru snubbóttir og sýldir, en stundum getur sýlingin orðið hvöss, sérstaklega á sprotum hátt á eldri trjám. Könglarnir eru 10 til 16 cm langir og um 4 cm í þvermál, með um það bil 150 hreisturblöð, hvert með tvemur vængjuðum fræjum. Könglarnir sundrast við þroska og losa fræin.

Sikileyjarþinur er náskyldur evrópuþini, Abies alba, sem tekur við af honum í Appennínafjöllum í Ítalíu og annars staðar norðar í Evrópu. Sumir grasafræðingar líta á Sikileyjarþin sem afbrigði af Evrópuþin, þ.e. Abies alba var. nebrodensis.

Tilvísanir

breyta
  1. Thomas, P. (2017). Abies nebrodensis. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2017: e.T30478A91164876. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T30478A91164876.en. Sótt 19. nóvember 2021. - Gagnagrunns færslan inniheldur stutta skýringu á því hvers vegna þessi tegund er bráðri hættu og hvaða forsendur eru notaðar.
  2. IUCN 2010. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2010.1. <http://www.iucnredlist.org>. Sótt 11 Mars 2010.

Ytri tenglar

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.