Abies durangensis
Abies durangensis eða Durango-þinur er barrtré af þinættkvísl. Honum var fyrst lýst af Maximino Martínez 1942 og finnst einvörðungu í Mexíkó (Durango, Chihuahua, Coahuila, Jalisco og Sinaloa).[1][2] Hann kýs svalt og rakt loftslag, í 1600 til 2900 metra hæð yfir sjávarmáli.[4]
Durango-þinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies durangensis Martínez[2] | ||||||||||||||
Afbrigði | ||||||||||||||
Abies durangensis var. coahuilensis (I.M. Johnst.) Mart.[1][3] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Abies neodurangensis Debreczy, Racz et Salazar[3] |
Lýsing
breytaAbies durangensis er beinvaxið tré sem verður 20 til 40 metra hátt með stofn sem verður að 150sm í þvermál. Greinarnar eru láréttar út frá stofni. Barrið er ljósgrænt, 20 til 35 mm langt og 1 til 1,5 mm breitt. Krónan er ójafnt keilulaga. Ung tré hafa sléttan, gráan eða rauðbrúnan börk. Á eldri trjám verður hann svarbrúnn og djúpt grópaður og með ílöngum plötum. Aflangt til egglaga brumin eru 4 til 5 mm löng, hjúpuð bleik-gulri trjákvoðu. Barrið er sljóytt, 1.4 til 4.5 sm langt og 1 til 1.6 mm á breidd. Það er blá-grænt á lit að ofan og ljósgrænt undir, með tvemur breiðum, hvítum loftaugarákum. Uppréttir könglarnir eru á stuttum stilki, 5 til 10 sm langir og 3 til 4,5 sm þykkir. Fullþroska eru þeir fölgulir til brúnir. Kvoðuborin, gul fræin er 6 til 8 mm löng. Hvert fræ hefur 7 til 10 mm langan, rauðgulan væng.[4] [1]
Tilvísun
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 "Abies durangensis" The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42279A2969264. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42279A2969264.en. Retrieved 10 January 2018
- ↑ 2,0 2,1 „Plant Name Details for Abies durangensis“. IPNI. Sótt 6. október 2009.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Christopher J. Earle (11. júní 2006). „Abies durangaensis description“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júní 2010. Sótt 6. október 2009.
- ↑ 4,0 4,1 Christopher J. Earle. „Abies durangensis“. The Gymnosperm Database. Sótt 16. febrúar 2011.