Alfred Edward Taylor
(Endurbeint frá A.E. Taylor)
Alfred Edward Taylor (22. desember 1869 – 31. október 1945) var breskur heimspekingur sem er þekktastur fyrir framlag sitt til trúarheimspeki, siðfræði og Platonsfræða. Hann var félagi í Bresku akademíunni og forseti Aristotelian Society frá 1928 til 1929.
Taylor hlaut menntun sína við Oxford-háskóla. Í upphafi ferils síns var hann undir miklum áhrifum frá bresku hughyggjunni.
Taylor er þekktur fyrir að halda því fram að nær allt sem Platon lagði Sókratesi í munn í samræðum sínum endurspegli raunveruleg viðhorf hins sögulega Sókratesar