Aþenodóros frá Kanönu

(Endurbeint frá Aþenódóros Kananítes)

Aþenodóros frá Kanönu eða Aþenodóros Kananítes (forngríska: ̉Αθηνόδωρος Κανανίτης) (um 74 f.Kr.7 e.Kr.) var stóískur heimspekingur. Hann fæddist í bænum Kanana, nærri Tarsos (í dag í Tyrklandi). Faðir hans hét Sandon. Aþenodóros var nemandi Poseidóníosar frá Ródos og kennari Octavíanusar (síðar Ágústusar) í Apolloníu.

Svo virðist sem Aþenodóros hafi fylgt Octavíanusi til Rómar árið 44 f.Kr. og haldið áfram að kenna honum þar. Sagt er að þar hafi hann skammað keisarann í viðurvist annarra og sagt honum að fara þylja upp stafrófið áður en hann reiddist. Síðar sneri Aþenodóros aftur til Tarsos þar sem hann átti mikinn þátt í að hrekja Boethos frá völdum og semja nýja stjórnarskrá fyrir borgina, en það leiddi til þess að í borginni komst til valda fámennisstjórn hliðholl Rómaveldi.

Strabó, Cíceró og Evsebíos höfðu miklar mætur á Aþenodórosi.

Meðal ritverka sem eignuð eru Aþenodórosi eru:

Ekkert þessara verka er varðveitt en Aþenodóros var Cíceró innan handar þegar Cíceró samdi Um skyldur (De Officiis) og sumir hafa getið sér þess til að rit Aþenodórosar hafi haft áhrif á Senecu og Pál postula frá Tarsos. Í kjölfar andláts Aþenodórosar var haldin árleg hátíð með fórnum í Tarsos honum til heiðurs.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.