Aðgreiningin mikla
Aðgreiningin mikla er hugtak í hagsögu sem var sett fram af fræðimanninum Samuel P. Huntington (fræðimaðurinn Eric Jones talaði einnig um Evrópska kraftaverkið í sama samhengi árið 1981) sem vísar til þeirrar framþróunar sem varð í hinum vestræna heimi á 19. öld, Vesturlönd urðu þar með valdamesta og efnaðasta siðmenningin. Vesturlönd tóku fram úr Kingveldinu í Kína, Mógúlveldinu í Indlandi, Tokugawa-veldinu í Japan og Tyrkjaveldi.
Til grundvallar aðgreiningunni miklu liggja margþætt og flókin ferli Landafundanna, Upplýsingarinnar, Vísindabyltingarinnar og loks Iðnbyltingarinnar. Fræðimenn hafa sett fram fjölda kenninga til skýringar á því hvers vegna aðgreiningin mikla varð, þar með talið íhlutun hins opinbera, landfræðilegir þættir og ríkjandi hefðir.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Great Divergence“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt maí 2012.
Tenglar
breyta- David Landes: "Why Europe and the West? Why Not China?", Journal of Economic Perspectives 20, 2 (2006), 3–22