Aðalstræti 10 er íslenskt hús sem stendur við Aðalstræti í Reykjavík. Það var reist árið 1762[1][2] og er elsta hús í miðbæ Reykjavíkur.[1][2] Húsið var byggt sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar.

Aðalstræti 10

Saga hússins fram á 20. öld breyta

Tveir skildir í húsinu vísa til uppbyggingar 8 húsa Innréttingana sem voru reist við mikinn fjárstuðning danska ríkisins. Húsið var byggt árið 1762 fyrir bókhaldara Innréttinganna, klæðageymslu og lóskurð. Þar var íbúð undirforstjóra Innréttinganna en húsið var nefnt „Kontor- og Magazinhus“.[3]

Þegar innréttingarnar voru seldar um aldamótin 1800 keypti kaupmaðurinn Westy Petreus húsið. Árið 1807 fékk biskup Íslands það til íbúðar og var það þá nefnt Biskupsstofan. Biskup og kona hans hans bjuggu í húsinu til 1849. Jens Sigurðsson síðar rektor Lærða skólans bjó í húsinu 1855-1868 og hjá honum mun bróðir hans Jón Sigurðsson hafa búið þegar hann kom til Alþingis frá Kaupmannahöfn. Á eftir Jens bjuggu í húsinu landlæknir, Matthías Johannessen kaupmaður og fleiri.

Húsið á 20. öld breyta

Árið 1926 keyptu hinir þjóðkunnu kaupmenn, Silli og Valdi, húsið og ráku þar verslun í um hálfa öld. Frá árinu 1984 voru ýmsir veitingastaðir starfræktir þar, meðal annars „Fógetinn“.[4]

Endurgerð og hönnun breyta

Reykjavíkurborg keypti húsið árið 2001[5] og hóf að færa það til upprunalegs horfs. Á neðri hæð gamla hússins er Reykjavíkurborg með aðstöðu til sýningarhalds. Að baki hússins var byggt nýtt hús og ný tengibygging úr gleri sem tengir gamla húsið við það nýja. Í nýbyggingunni var starfrækt verslunin Kraum sem seldi íslenska hönnunarvöru.

Heimildir breyta

  • Páll Líndal. (1987). Reykjavík Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið[óvirkur tengill] á vef Reykjavíkurborgar
  2. 2,0 2,1 mbl.is: Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið
  3. Innréttingar 2007
  4. Íslensk hönnun í fógetahúsið
  5. Aðalstræti 10- Viðgerðir og endursmíði í upphaflega gerð á heimasíðu Argos

64°8′51.70″N 21°56′31.42″V / 64.1476944°N 21.9420611°V / 64.1476944; -21.9420611