At-merki
(Endurbeint frá @)
At-merki, á-merki, hjá-merki eða vistmerki ( @ ) er greinarmerki sem áður var notað um verð í þýðingunni á, til dæmis „10 stk. @ 100 kr. = 1000 kr.“ Undanfarin ár hefur notkunin breyst og núna er merkið mest notað í netföngum (þá má það vera kallað at- eða hjá-merkið; „at“ þýðir hjá á ensku). Táknið er líka notað á vefsíðum eins og samfélagsmiðlinum X til að vísa til notandanafns einhvers. Á flestum lyklaborðum er táknið að finna á Q-lyklinum.