Frá stofnun borgarinnar
(Endurbeint frá Ab urbe condita)
- Fyrir ritið, sjá Frá stofnun borgarinnar (rit).
Frá stofnun borgarinnar eða Ab urbe condita (skammstafað AUC) var notað til að tákna ár í tímatali hins forna Rómaveldis, og líkt og nafnið gefur til kynna var talið frá stofnun Rómar.
Róm er sögð hafa verið stofnuð árið 753 f.Kr., það er því árið 1 AUC. Árið í ár (2024 e.Kr.) er því um það bil árið 2777 AUC.