471
ár
Árið 471 (CDLXXI í rómverskum tölum)
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- Basiliskos, mágur austrómverska keisarans Leó 1., snýr aftur til Konstantínópel úr útlegð og leggur á ráðin um morðið á Aspar, sem er yfirmaður austrómverska hersins (magister militum) og einn valdamesti maður Austrómverska keisaradæmisins. Aspar og sonur hans, Ardabur, eru myrtir í samsærinu.
- Þjóðrekur mikli tekur við af föður sínum, Þeódemír, sem konungur Austgota (Ostrogota), en Austgotar höfðu þá sest að innan landamæra Austrómverska ríkisins.
- Þeódórik Strabó, gotneskur hershöfðingi gerir uppreisn gegn austrómverska keisaranum Leó 1. eftir morðið á Aspar. Þeódórik og Leó semja að lokum um frið árið 473.
- Vestgotar (Vísigotar), undir stjórn konungsins Evrík, hertaka stór landsvæði í suður-Gallíu af Vestrómverska ríkinu.
Fædd
breytaDáin
breyta- 25. ágúst – Gennadius 1., patríarki í Konstantínópel.
- Aspar, alanskur hershöfðingi og yfirmaður austrómverska hersins.
- Evdókía, drottning Vandala og dóttir Valentiníanusar 3. (áætluð dagsetning).