Vandalar
Vandalar voru germönsk þjóðflutningaþjóð sem stofnaði ríki í Norður-Afríku og á eyjum Miðjarðarhafs með Karþagó sem höfuðborg. Ríki þeirra stóð í um 100 ár eða frá 429 til 534 e.Kr.. Löngu eftir þeirra dag voru skemmdarvargar í frönsku stjórnarbyltingunni kallaðir vandalar (franska: vandales) eftir þeim og hefur orðið síðan fengið merkinguna skemmdarvargur í mörgum tungumálum. Héraðið (V)Andalúsía á Spáni er einnig talið heita í höfuðið á þeim en þar áttu þeir konungsríki um nokkurt skeið.
Tungumál þeirra er venjulega talið austur-germanskt eins og mál Gota og Roga.
Á endanum sendi Justinianus keisari í Konstantínópel hershöfðingja sinn með mikinn her, margfalt fjolmennari en allir Vandalar, gegn Vandölum og markaði það endalok ríkis þeirra.