2 Broke Girls (stundum skrifað 2 BROKE GIRL$) er bandarískur gamanþáttur sem var frumsýndur á CBS-sjónvarpsstöðinni í september 2011. Þættirnir fylgjast með misheppnuðum ævintýrum herbergisfélaganna Max og Caroline, sem báðar hafa bága fjárhagsstöðu, og raunum þeirra við að stofna bollakökufyrirtæki í Williamsburg-hverfinu í Brooklyn, New York. Þættirnir voru búnir til af Michael Patrick King og Whitney Cummings fyrir Warner Bros. Television. Þann 5. október 2011 gerði CBS-sjónvarpsstöðin samning um heila þáttaröð fyrir þennan nýja gamanþátt. Þættirnir unnu verðlaunin Uppáhalds nýi sjónvarps-gaman-þátturinn á 38. áhorfendaverðlaununum (e. People's Choice Awards)

2 Broke Girls
TegundGaman
Búið til afMichael Patrick King
Whitney Cummings
LeikararKat Dennings
Beth Behrs
Garrett Morris
Jonathan Kite
Matthew Moy
Jennifer Coolidge
Upphafsstef„Second Chance“ - Peter Bjorn & John
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta138 (þáttalisti)
Framleiðsla
FramleiðandiMichael Patrick King
Whitney Cummings
Lengd þáttar22 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Stöð 2
MyndframsetningHDTV
HljóðsetningDolby Digital 5.1
Sýnt19. september 2011 – 17. apríl 2017
Tenglar
IMDb tengill

Þann 14. mars 2012 tilkynnti CBS að samið hefði verið um aðra þáttaröð af "2 Broke Girls" sem verður sýnd 2012-2013.

Umfjöllun

breyta

Þættirnir gerast í Williamsburg-hverfinu í Brooklyn-hluta New York borgar og snúast um líf tveggja gengilbeina á þrítugsaldri: Max (Kat Dennings), sem kemur úr fátækri fjölskyldu, og Caroline (Beth Behrs) sem fæddist inn í ríka fjöldkyldu en hefur tapað öllum auð sínum vegna þess að faðir hennar, Martin Channing, var gripinn við peningasvindl, og vinna þær saman á veitingastað í Brooklyn. Þær verða vinkonur og reyna að láta draum sinn rætast um að einn daginn muni þær opna bollaköku-bakarí. Á meðal þeirra sem vinna með þeim á veitingastaðnum er yfirmaðurinn, Han Lee (Matthew Moy); Oleg (Jonathan Kite), hress en kynferðislega áreitinn úkraínskur kokkur; og Earl (Garrett Morris), 75 ára gamall svartur gjaldkeri. Önnur persóna sem kemur seint í fyrstu þáttaröðinni er nágranninn og annar yfirmaður þeirra, Sophie (Jennifer Coolidge), pólskur innflytjandi sem rekur hreingerningafyrirtækið Sophie's Choice. Í meirihluta fyrstu þáttaraðar er Max einnig barnfóstra í hlutastarfi hjá Peach Landis (Brooke Lyons), sem ættleiðir hestinn hennar Caroline, Chestnut. Við lok hvers þáttar er sýnd sú upphæð sem þær hafa safnað til að ná takmarki sínu, en þær þurfa 250.000 dali til að opna fyrirtækið sitt.

Persónur & leikendur

breyta

Aðalhlutverk

breyta
  • Kat Dennings sem Max Black, önnur gengilbeinanna á Williamsburg Diner. Hún er fátæk og úr lægri stétt. Hún hefur átt erfiða æsku og erfitt líf sem fullorðinn einstaklingur.
  • Beth Behrs sem Caroline Wesbox Channing, nýja gengilbeinan á Williamsburg Diner. Hún er úr ríkri fjölskyldu og hærri stétt. Faðir hennar er í fangelsi fyrir fjársvindl og neyðist hún til að fara að vinna fyrir sér og byrja lífið upp á nýtt, en hún á hugmyndina að því að opna bollaköku-bakarí með Max.
  • Garrett Morris sem Earl, starfsmaður á Williamsburg Diner. Hann er eldri maður sem er fyrrum djasstónlistarmaður.
  • Jonathan Kite sem Oleg, kokkurinn á Williamsburg Diner. Hann er frá Úkraínu og er kynferðislega áreitinn og reynir stöðugt við gengilbeinurnar.
  • Matthew Moy sem Han Lee, eigandi Williamsburg Diner. Hann er lítill kóreskur maður sem er stöðugt skotmark brandara sem gera grín að hæð hans og áætluðu reynsluleysi hans þegar kemur að kynlífi, ásamt öðru.

Aukahlutverk

breyta
  • Jennifer Coolidge sem Sophie Kerchinsky, pólsk kona sem á hreingerningafyrirtæki sem Max og Caroline vinna stundum fyrir, og er Oleg mjög hrifinn af henni.
  • Brooke Lyons sem Peach Landis, ofurfyrirsæta og móðir. Hún á börnin Brad og Angelinu (vísun í leikarana Brad Pitt og Angelinu Jolie) sem Max passar.
  • Nic Zano sem Johnny, maður sem Max er hrifin af.

Sérstakar gestastjörnur

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „2 Broke Girls“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt september 2012.