27 f.Kr.
(Endurbeint frá 27 f. Kr.)
27 f.Kr. var 73. ár 1. aldar fyrir okkar tímatal. Í Rómaveldi var þetta ár þekkt sem ár annars ræðismannstímabils Oktavíanusar og Agrippu (eða, sjaldnar, sem árið 727 ab urbe condita).
Árþúsund: | 1. árþúsundið f.Kr. |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- Gaius Julius Octavianus Caesar varð rómverskur ræðismaður í sjöunda skipti og Marcus Vipsanius Agrippa varð ræðismaður í þriðja skipti.
- 16. janúar - Octavíanus færði öldungaráðinu aftur völd sín formlega. Í staðinn sæmdi það hann titlunum princeps og augustus sem sumir telja að marki upphaf rómverska keisaradæmisins.
- Ágústus fækkaði herfylkjum Rómar í 26 og bjó til Pretóríuvörðinn.
- Ágústus skipaði Misenumflotann.
- Agrippa skipti skattlandinu Hispania Ulterior í Baetica og Lusitania og stækkaði Hispania Citerior.
- Eystri Memnonstyttan í Egyptalandi skemmdist í jarðskjálfta (samkvæmt Straboni).
- Agrippa hóf byggingu Panþeon í Róm.
Fædd
breytaDáin
breyta- Marcus Terentius Varro, rómverskur fræðimaður (f. 116 f.Kr.).