1193
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1193 (MCXCIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Guðmundur Arason og föruneyti hans lenti í miklum hrakningum á Heljardalsheiði og urðu að minnsta kosti fimm úti en aðra kól illa.
Fædd
Dáin
- 23. desember - Þorlákur helgi Þórhallsson Skálholtsbiskup (f. 1133).
- Solveig Jónsdóttir Loftssonar, kona Guðmundar gríss allsherjargoða á Þingvöllum (f. um 1151).
Erlendis
breyta- 28. mars - Leópold 5. Austurríkishertogi flutti fanga sinn, Ríkharð ljónshjarta, til Speyer og afhenti Hinrik 6. keisara hann.
- 15. ágúst - Filippus 2. Frakkakonungur giftist Ingibjörgu, dóttur Valdimars mikla Danakonungs. Hann hóf þegar daginn eftir brúðkaupið að reyna að losa sig við hana.
- Selestínus III páfi hvatti til krossferðar gegn heiðingjum í Norður-Evrópu.
Fædd
- Albertus Magnus, þýskur heimspekingur og guðfræðingur (d. 1280).
Dáin
- Saladín soldán, stofnandi Ajúbídaveldisins í Sýrlandi og Egyptalandi (f. 1137/38).