Saxelfur
stórfljót í Mið-Evrópu (1.112 km.)
(Endurbeint frá Łaba)
Saxelfur (en stundum einnig kölluð aðeins Elfin) (tékkneska: Labe; þýska: Elbe; latína: Albis; danska: Elben; sorbneska: Łobjo; pólska: Łaba, - komið úr norrænu elfr, „elfur eða fljót“) er eitt af stærstu fljótum Evrópu og ein af helstu siglingaleiðum um Mið-Evrópu. Upptök fljótsins eru í Tékklandi við norðurlandamæri Tékklands og Póllands. Það rennur síðan 1165 km leið um Tékkland og Þýskaland út í Norðursjó við Cuxhaven. Við fljótið standa margar stórar borgir, svo sem Dresden, Magdeburg og Hamborg.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Saxelfi.