Þyngdarlögmálið
Þyngdarlögmálið er eðlisfræðilögmál, sem kennt er við Isaac Newton og er grunnhugtak í umfjöllun um massa. Lögmálið er sett fram stærðfræðilega með eftirfarandi hætti:
þar sem m er þyngdarmassi hlutanna a og b, G er þyngdarfastinn (6.67 × 10−11 N m² kg-2) og r fjarlægð milli massamiðju hlutanna.
Hvor hlutur togar í hinn með aðdráttarkraftinum F. Samkvæmt því sem við höfum lært um tregðumassa verður breyting á hreyfingu hlutar ef krafti er beitt á hann. Þegar hlutir a og b toga hvor í annan breyta þeir því hraða og/eða stefnu hvors annars. Þegar hlutur verður fyrir áhrifum af þyngdarmassa annars hlutar, segjum við að fyrrnefndur hlutur sé innan þyngdarsviðs þess síðarnefnda.