Þverganga
(Endurbeint frá Þverganga Venusar)
Þverganga, innan stjörnufræði, kallast sá atburður þegar geimfyrirbæri ber við annað slíkt, þ.a. annað þeirra skyggir á hitt, að hluta til eða alveg, frá athuganda séð. Í sólkerfinu er talað um þvergöngu þegar reikistjarna eða tungl gengur fyrir annað slíkt eða sólina. Frá jörðu sjást stöku sinnum þvergöngur Merkúrs og Venusar, þegar þeir ganga milli jarðar og sólar, þ.a. skuggar þeirra falla á jörðu.