Þverá
(Endurbeint frá Þverá (vatnsfall))
Þverá er á sem rennur í aðra stærri á við ármót og endar þar með samkvæmt mannana skilgreiningum. Það gagnstæða við þverá er aðalá. Þverá er eitt algengasta árnafn á Íslandi og einnig mjög algengt bæjarnafn.
Þverám er oft skipt í flokka. Þverá í 1. flokki fellur í aðalá og með henni til sjávar. Þverá í 2. flokki fellur í þverá í 1. flokki sem fellur í aðalá sem fellur til sjávar. o.s.frv. Dæmi um stóra þverá í 1. flokki er Tungná sem fellur í Þjórsá og með henni til sjávar. Kaldakvísl er þverá í 2. flokki. Hún fellur í Tungná sem fellur í Þjórsá sem fellur til sjávar.