Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson
Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Umsjón með hljóðritun fyrir hönd SG-hljómplatna hafði Ólafur Gaukur (en það var einmitt hann, sem gerði texta við fyrstu lög Gunnars, sbr. Bláu augun þín).
Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson | |
---|---|
SG - 054 | |
Flytjandi | Þuríður og Pálmi |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Óskastjarnan - Texti: Jónas Friðrik - Bæði syngja
- Bláu augun þín - Texti: Ólafur Gaukur - Þuríður syngur
- Opnaðu - Texti: Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson - Bæði syngja
- Lít ég börn að leika sér - Texti: Þorsteinn Eggertsson - Pálmi syngur
- Ég vil að þú komir - Texti: Gunnar Þórðarson - Þuríður syngur
- Ástarsæla - Texti: Þorsteinn Eggertsson - Bæði syngja
- Minningar - Texti: Jónas Friðrik - Bæði syngja
- Er hún birtist - Texti: Þorsteinn Eggertsson - Pálmi syngur
- Ég elska alla - Texti: Þorsteinn Eggertsson - Bæði syngja
- Frelsi andans - Texti: Þorsteinn Eggertsson - Bæði syngja
- Í dag - Texti: Gunnar Þórðarson - Þuríður syngur
- Lífsgleði - Texti: Þorsteinn Eggertsson - Bæði syngja
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞuríður Sigurðardóttir er fyrir löngu orðin landskunn fyrir hinn fágaða söng sinn. Hinsvegar þekkja fœrri Pálma Gunnarsson. Pálmi tók bassaleikarasœti Vilhjálms Vilhjálmssonar í hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar fyrir þremur árum (þar sem Þuríður var söngkona). Það bar ekki mikið á Pálma sem söngvara til að byrja með, en með árunum hefur hann vaxið sem söngvari. Hann vakti fyrst verulega athygli á skemmtun Verzlunarskólans s.l. vetur, þar sem hann söng með kórnum, og í söngleik, og þá einnig þegar Verzlunarskólakórinn söng í sjónvarpi lög úr „Jesus Christ Superstar". Nú er Pálmi kominn í fremstu röð íslenzkra söngvara — og fœrir söngur hans á þessari hljómplötu okkur sannanir um, að hann er ef til vill þeirra beztur.
Þau hjónin, Þuríður Sigurðardóttir og Pálmi Gunnarsson, œtluðu fyrir löngu að syngja saman inn á hljómplötu, en það vafðist fyrir öllum viðkomandi að velja hœfilegt efni, unz þeirri hugmynd skaut upp, að taka fyrir lög eftir Gunnar Þórðarson. Gunnar tók þeirri hugmynd vel, og valdi, ásamt Þuríði og Pálma, nokkur þekktari laga sinna, og þau, sem upphaflega höfðu verið flutt með enskum textum, gerði Jónas Friðrik nýja íslenzka við. Auk þess gerði Gunnar tvö ný lög á plötuna. Gunnar Þórðarson útsetti lögin og leikur hann á gítar og flautu. Aðrir hljóðfœraleikarar, sem á plötunni heyrast, eru Gunnar Jökull, trommur; Rúnar Júlíusson, bassi; Karl Sighvatsson, orgel, píanó og vibrafónn, Jón Sigurðsson og Jón Hjaltason, trompetar; Björn R. Einarsson, trombón; Rögnvaldur Árelíusson, óbó; Þorvaldur Steingrímsson, Jónas Dagbjartsson, Helga Hauksdóttir og Ásdís Þorsteinsdóttir, fiðlur; Sveinn Ólafsson og Malcolm Williams, lágfiðlur og Pétur Þorvaldsson og Jóhannes Eggertsson, knéfiðlur. Þetta er fjórða danslagaplatan frá SG-hljómplötum, þar sem gefin eru út lög eftir eitt og sama tónskáldið á sömu plötunni. Lög Gunnars Þórðarsonar hafa fyrir löngu hlotið viðurkenningu sem eitt það bezta, er gert hefur verið af þessu tagi hér á landi — þau ná eyrum allra, ungra sem aldinna, þess vegna er það grunur okkar, að plata þessi eigi eftir að heyrast um langa framtíð, því hinn afbragðsgóði söngur þeirra Þuríðar og Pálma gefur lögunum enn aukið gildi. |
||