Landsamtökin Þroskahjálp

(Endurbeint frá Þroskahjálp)

Landssamtökin Þroskahjálp eru regnhlífasamtök félaga sem vinna að réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks.[1] Samtökin voru stofnuð í október árið 1976.

Samtökin vinna með sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi og vinna að því að tryggja að fatlað fólk njóti réttinda, menntunar, atvinnu, sjálfsákvörðunarréttar, fjölskyldulífs og annarra tækifæra til jafns við aðra.[2]

Formaður Þroskahjálpar er Bryndís Snæbjörnsdóttir en hún tók við embætti árið 2013.[3] Samtökin reka skrifstofu á Háaleitisbraut 13 í Reykjavík.

Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar

breyta

Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar eru 22 talsins og telja félagsmenn þeirra u.þ.b. 6.000 manns.[1]

  • ÁS styrktarfélag
  • Átak, félag fólks með þroskahömlun
  • Félag áhugafólks um Downs-heilkenni
  • Félag Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum
  • Foreldrafélag Klettaskóla
  • Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra
  • Foreldra og styrktarfélag Greiningarstöðvar
  • Foreldrasamtök fatlaðra
  • Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum
  • Einhverfusamtökin
  • Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
  • Vinir Skaftholts
  • Vinafélag Skálatúns
  • Þroskahjálp á Austurlandi
  • Þroskahjálp á Norðurlandi eystra
  • Þroskahjálp á Suðurlandi
  • Þroskahjálp á Suðurnesjum
  • Þroskahjálp á Vesturlandi
  • Þroskahjálp í Vestmannaeyjum
  • Þroskaþjálfafélag Íslands

Alþjóðastarf

breyta

Landssamtökin Þroskahjálp eiga aðild að Inclusion Europe og Inclusion International, auk þess að taka þátt í norrænu samstarfi við systurfélög.

Verkefni

breyta

Starfsemi samtakanna spannar frá því að reka húsbyggingarsjóð, minningarsjóði, hafa m.a. átt þátt í stofnun Listar án landamæra, sjónvarpsþáttanna Með okkar augum og Átaks - félags fólks með þroskahömlun. Þá reka samtökin gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sem búsett eru úti á landi og þurfa að sækja þjónustu, sem og aðgengilegt sumarhús á Flúðum sem kallast Daðahús.

Veigamikill hluti starfsemi samtakanna er að stuðla að viðhorfsbreytingum meðal almennings, eiga í samskiptum og samstarfi við ríki og sveitarfélög, búa til og kynna efni á auðlesnu máli og fleira. Samtökin eru rekin nær eingöngu fyrir styrki einstaklinga.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Þroskahjálp, Landssamtökin. „Samtökin“. Landssamtökin Þroskahjálp. Sótt 2. desember 2020.
  2. Þroskahjálp, Landssamtökin. „Stefnuskrá Þroskahjálpar“. Landssamtökin Þroskahjálp. Sótt 2. desember 2020.
  3. Þroskahjálp, Landssamtökin. „Nýr formaður Þroskahjálpar og ályktanir samþykktar á lansþingi“. Landssamtökin Þroskahjálp. Sótt 2. desember 2020.