Með okkar augum er sjónvarpsþáttaröð sem sýnd hefur verið í Ríkissjónvarpinu. Haustið 2019 hóf níunda þáttaröðin göngu sína.[1]

Þættirnir eiga rætur að rekja til ársins 2010 en þá höfðu Landsamtökin Þroskahjálp frumkvæði að því að halda námskeið fyrir fatlað fólk í þáttagerð fyrir sjónvarp. Námskeiðið var haldið hjá Fjölmennt og í kjölfarið gerði Þroskahjálp samning við Ríkissjónvarpið um sýningar á þáttunum.[2] Markmið þáttanna er að auka sýnileika fólks með þroskahömlun og varpa ljósi á fjölbreytt viðfangsefni þess. Efnistök þáttanna eru fjölbreytt og má þar nefna viðtöl, fræðslu, skemmtun, spurningakeppni og matreiðslu.

Umsjónarfólk þáttanna eru þau Stein­unn Ása Þor­valds­dótt­ir, Katrín Guðrún Tryggva­dótt­ir, Ásgeir Tóm­as Arn­ar­son, Andri Freyr Hilm­ars­son, Elva Björg Gunnarsdóttir og Magnús Orri Arnarson. Elín Sveinsdóttir dagskrárgerðarkona hefur verið þeim til aðstoðar.[3]

Þátturinn og umsjónarfólk hans hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Árið 2017 hlaut þátturinn Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar[4] og einnig Edduverðlaunin sem menningarþáttur ársins í sjónvarpi.[5] Sama ár hlaut RÚV Hvatningaverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir að kynna og sýna þættina á besta sýningartíma.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. Ruv.is, „Með okkar augum“ (skoðað 22. ágúst 2019)
  2. Fjolmennt.is, „Sjónvarpsþættirnir Með okkar augum“ (skoðað 22. ágúst 2019)
  3. Mbl.is, „Það eru nefnilega ekki allir eins“ (skoðað 22. ágúst 2019)
  4. Dv.is, „Með okkar augum hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017“ (skoðað 22. ágúst 2019)
  5. Throskahjalp.is, „Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins á Edduhátíðinni“ (skoðað 22. ágúst 2019)
  6. Ruv.is, „Með okkar augum fær verðlaun ÖBÍ“ Geymt 22 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 22. ágúst 2019)