Form

(Endurbeint frá Þrívítt form)

Form eða lögun er í stærðfræði íðorð sem á við um rúmfræðilega skýringu á ákveðnum hlut og rúmið sem hann tekur upp. Til eru ýmiss konar form en þeim er oftast lýst eftir hversu margar hliðar þau hafa.

Tvívíð FormBreyta

Tvívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa tværvíddir

ÞríhyrningurBreyta

Þríhyrningur er hyrningur með þrjú horn. Það eru til sex gerðir af þríhyrningum:

FerningurBreyta

Ferningur hefur fjögur horn og fjórar hliðar. Hliðarnar eru allar jafn stórar, og hornin eru öll 90 gráður.

FerhyrningurBreyta

Ferhyrningur hefur líka fjögur horn og fjórar hliðar, en ferhyrningur er ekki með allar hliðar jafn langar.

TrapisaBreyta

Trapisa hefur fjögur horn og fjórar hliðar, en hún hefur tvær hliðar samsíða og tvær ósamsíða.

SamsíðungurBreyta

Samsíðungur hefur líka fjórar hliðar og fjögur horn. Hann hefur tvær og tvær hliðar samsíða, tvö hvöss og tvö gleið horn.

SexhyrningurBreyta

Sexhyrningur hefur sex horn og þess vegna sex hliðar. Horn hans eru öll gleið.


Þrívíð FormBreyta

Þrívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa þrjár víddir: lengd, breidd og hæð

KúlaBreyta

 
Kúla

Kúla er einfaldasta þrívíða formið, og einkennist af því að allir punktar á yfirborði hennar eru í sömu fjarlægð frá miðju hennar.

SívalningurBreyta

 
Sívalningur

Sívalningur hefur hringlaga grunnflöt, og hliðar hans standa beint upp af grunnfletinum.

KeilaBreyta

 
Keila

Keila hefur hringlaga grunnflöt, en hliðar hans stefna inn að miðju eftir því sem ofar dregur og enda í punkti.

PíramídiBreyta

Píramídi svipar til keilu, en hann er margflötungur. Hver hlið sem tengist toppinum er þríhyrningur.

TeningurBreyta

 
Teningur

Teningur hefur ferningslaga grunnflöt og ferningslaga hliðar sem standa upp af grunnfletinum

StúfurBreyta

Það er þrívíð trapisa, keila eða píramíti sem búið er að skera toppinn af.

   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.