Þrívítt form

Þrívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa þrjár víddir: lengd, breidd og hæð. Dæmi:

KúlaBreyta

 
Kúla

Kúla er einfaldasta þrívíða formið, og einkennist af því að allir punktar á yfirborði hennar eru í sömu fjarlægð frá miðju hennar.

SívalningurBreyta

 
Sívalningur

Sívalningur hefur hringlaga grunnflöt, og hliðar hans standa beint upp af grunnfletinum.

KeilaBreyta

 
Keila

Keila hefur hringlaga grunnflöt, en hliðar hans stefna inn að miðju eftir því sem ofar dregur og enda í punkti.

TeningurBreyta

 
Teningur

Teningur hefur ferningslaga grunnflöt og ferningslaga hliðar sem standa upp af grunnfletinum

   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.