Vídd í stærðfræði og eðlisfræði er sá minnsti fjöldi talna sem þarf til að ákvarða stöðu punkts í rúmi. Til að lýsa punkti á línu þarf aðeins eina tölu (t.d. „4“) og því er lína með eina vídd. Til að lýsa punkti á flötu landakorti þarf tvær tölur (breiddargráðu og lengdargráðu), og því er það með tvær víddir.

Punktur hefur núll víddir, lína hefur eina vídd, flötur hefur tvær víddir, og svo framvegis.

Tímarúmið hefur fjórar víddir: þrjár fyrir rúmið og eitt fyrir tímann. Hægt er að hafa óendanlegar margar víddir í stærðfræði.

Sjá einnig

breyta
   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.