Þorsteinn Davíðsson

dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra

Þorsteinn Davíðsson (fæddur 12. nóvember 1971) er dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Hann er sonur Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen hjúkrunarfræðings.

Þorsteinn var í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur 1988. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá skólanum 1992 og með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999. Hann var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Þorsteinn starfaði við Héraðsdóm Reykjavíkur áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns ráðherra. Árni M. Mathiesen skipaði siðar Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara á Norðurlandi. Skipan hans í það embætti var ákaflega umdeild og sögð gerð á pólitískum forsendum. Hún var síðan kærð. [1]

Í úrskurði Umboðsmanns Alþingis segir um ráðningu hans:

Ég dreg ekki í efa að reynsla úr slíku starfi aðstoðarmanns veiti innsýn í fjölmörg viðfangsefni sem getur komið að gagni í starfi héraðsdómara. Starf aðstoðarmanns ráðherra, þótt um sé að ræða dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur hins vegar þá sérstöðu að það er fyrst og fremst pólitískt starf og aðstoð við ráðherra í stefnumörkun og ákvarðanatöku í einstökum málum en ekki starf embættismanns að úrlausn stjórnsýsluverkefna á hlutlægum og lögfræðilegum grundvelli.

Tilvísanir

breyta
  1. Kærir tl Umboðsmanns Alþingis vegna skipunar héraðsdómara; grein af Vísi.is