Þormóðsstaðir var býli sem byggt var úr landi Skildinganess. Það var nálægt Lambhól og Görðunum. Fiskveiðifélagið Alliance átti Þormóðsstaði. Þar var rekið kúabú og á 2. og 3. áratug 20. aldar var rekin þar fiskverkun og lifrarbræðsla. Lifur var seinna brædd út á sjó í togurum Alliance og lifrarbræðslan í landi lagðist af en saltfiskverkun var rekin áfram. Þormóðsstaðir tilheyrðu Seltjarnarneshreppi til 1932 en voru þá ásamt Skildinganesi lagðir undir Reykjavík. Lifrarbræðslumaður Alliance byggði hús á Þormóðsstöðum árið 1925 en það er húsið Túnsberg sem nú stendur nú við Starhaga 5. Það var skráð á Þormóðsstaðaveg alveg til ársins 1994.

Heimild breyta