Þorgeirshöfði
Þorgeirshöfði er á milli Þorgeirsfjarðar og Hvalvatnsfjarðar í Suður-Þingeyjarsýslu. Undir vestanverðum höfðanum stóð bærinn á Þönglabakka, kirkjustaður Fjörðunga, sem fór í eyði árið 1944, þar sem nú stendur gangnamannakofi, en undir honum vestanverðum er eyðibýlið Arnareyri. Uppi á höfðanum er tjörn sem heitir Nykurtjörn, þar sem sagt var að væri nykur. Í henni drukknaði athafnamaðurinn Ísak Jónsson nálægt aldamótunum 1900, þótt hún nái fullorðnum manni varla nema í hné.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.