Þorgeir Ástvaldsson
Þorgeir Ástvaldsson (f. 2. júní 1950) er þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni Bylgjunni og er höfundur dægurlagsins Á puttanum og söng lagið Ég fer í fríið. Hann stjórnaði einnig Skonrokki sem voru vinsælir tónlistarþættir í sjónvarpinu á níunda áratugnum. Hann var einnig íslenski þulurinn í Eurovision-keppninni árið 1986, í fyrstu keppninni sem Íslendingar sendu lag út til að keppa. Þorgeir var einnig söngvari Klíkunnar, íslenskrar hljómsveitar sem er einna þekktust fyrir lagið Fjólublátt ljós við barinn.