Þjóðgarðar á Íslandi
Ísland hefur þrjá þjóðgarða, sá fyrsti við Þingvelli var stofnaður árið 1930. Eftir 2008 voru þrír þjóðgarðar en Skaftafell og Jökulsárgljúfur sameinuðust þá inn í hinn stóra Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfisráðuneyti og undirstofnun þess Umhverfisstofnun fer með umsjón yfir þjóðgörðum.
Þjóðgarðar
breytaNafn | Mynd | Staðsetning | Stofnaður | Svæði |
---|---|---|---|---|
Snæfellsjökull | Vesturland | 2001 | 183 km2 (stækkaður 2021) | |
Vatnajökulsþjóðgarður | Suðausturland | 2008 | 14967 km2 (stækkaður 2019)[1] | |
Þingvallaþjóðgarður | Suðurland | 1930 | 228 km2 |
Fyrrum þjóðgarðar
breyta- Innlimuðust inn í Vatnajökulsþjóðgarð árið 2008.
Name | Mynd | Staðsetning | Stofnaður | Svæði |
---|---|---|---|---|
Jökulsárgljúfur | Norðurland | 1973 | ||
Skaftafell | Suðausturland | 1967 | 4807 km2 |
Miðhálendisþjóðgarður
breytaHugmyndir hafa verið uppi að gera miðhálendið að þjóðgarði en þá myndi Vatnajökulsþjóðgarður innlimast inn í hann. Stærð þjóðgarðsins yrði meira en 30.000 ferkílómetrar. Eitt að þingmálum Vinstri Grænna frá 2017 var að koma að stofnun hans. Meðferð málsins í þinginu hefur reynst erfið og voru stjórnarliðar þeirra hjá Sjálfstæðisflokki til að mynda tregir til að samþykkja þjóðgarðinn í þeirri mynd sem lagt var upp með. Sveitarstjórnir og önnur samtök hafa lýst efasemdum um miðhálendisþjóðgarð og þykir sveitarfélögum réttur sinn skertur í stjórnar og skipulagsmálum með þjóðgarði.