Þóleiít er blágrýti sem er tegund basalts.

Lýsing

breyta

Það er dulkornótt og dökkt, oft gráleitt þegar það er ferskt. Vanalega straumflögótt, aðallega miðhlauti hraunlagana. Flögunin kemur fram sem móleitar, flatar rákir í þverkubbuðu hraunstáli. Rákirnar eru blöðróttar og kristallarnir eru stórir en í grunnmassanum.

Uppruni og útbreiðsla

breyta

Myndar um 50% af hraunlagastaflanum hér á landi. Myndar syrpur af þunnum hraunlögum kringum megineldstöðvarnar, upprunnum í tíðum eldgosum þeirra, eða sem þykk, stök hraunlög, upprunnin í sprungusveimum eldstöðvakerfanna.

Þóleitít er talið myndast við hlutkristöllun ólivínbasalt, þ.e. útfellingar krómíts og ólivíns í kvikuþróm innan jarðskorpunnar.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.