Ýr (breiðskífa)
Ýr er heiti á breiðskífu ísfirsku hljómsveitarinnar Ýr og kom út rétt fyrir jólin 1975 hjá ÁÁ Records. Breiðskífan inniheldur 11 lög, sungin á íslensku og ensku. Plötuumslagið teiknaði Þorsteinn Eggertsson textahöfundur og listamaður. Breiðskífan var tekin upp í Soundtek hljóðverinu í New York árið 1975 og Jakob Magnússon tónlistarmaður stjórnaði upptöku. Með í för voru tónlistarmenn á vegum Jakobs, úr hljómsveit hans The White Backman trio eða Hvítárbakkatríóinu sem hann hélt úti í nokkur ár. Þeir eru: Alan Murphy gítarleikari, Preston Hayman ásláttarleikari, John Gibbings banjóleikari og Steve Scheffer vélamaður. Þeir félagar ásamt Jakobi störfuðu þá á sama tíma með tónlistarmanninum Long John Baldry þeim sama og söng lagið She Broke My Heart á breiðskífu Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi
Lagalisti
breyta- Kanínan. Lag: Óþekktur höfundur. Texti: Reynir Guðmundsson.
- Upp fjallið. Lag og Texti: Jakob Magnússon.
- Óður ellibelgsins. Lag: Sigurður Rósi Sigurðsson. Texti: Reynir Guðmundsson og Sigurður Rósi Sigurðsson.
- Kántrívísur. Lag: Sigurður Rósi Sigurðsson. Texti: Hanna Lára Gunnarsdóttir.
- Stálfjörður. Lag og texti: Jakob Magnússon.
- Lífið er svo létt. Lag: Sigurður Rósi Sigurðsson. Texti: Hanna Lára Gunnarsdóttir.
- Maríuhænan. Lag: Sigurður Rósi Sigurðsson. Texti: Gunnar Kári Magnússon.
- Harmsaga æfi minnar. Lag og texti: Reynir Guðmundsson.
- Flóra og Laddi. Lag og texti: Reynir Guðmundsson.
- Togum í Teit. Lag: Gunnar Överby. Texti: Ýr.
- Niðurblálag. Lag og texti: Hálfdán Hauksson.