Friður
ástand laust við átök, óreiðu og læti
Friður er ástand laust við átök. Oftast er þá um stríðsátök að ræða, og friður er í þeim skilningi andheiti stríðs. En einnig er vísað til friðar sem ástands þar sem læti og persónuleg átök eru ekki til staðar, og er þá samheiti kyrrðar. Enn ein merkingin vísar til hugarástands þar sem einstaklingur á ekki í innri átökum eða efasemdum, og er þá talað um innri frið.