Ömmuskeyti var orð sem notað var yfir loftskeytasendingar á dulmáli um ferðir varðskipa. Á árunum 1936-1938 voru átta Íslendingar dæmdir fyrir að senda loftskeyti í útlenda togara með upplýsingum um ferðir íslenskra og útlendra togara við landið. Málið var nefnt Ömmuskeytin eða Ömmumálið.

Á millistríðsárunum var landhelgissamningur Breta og Dana frá 24. júní 1901 um landhelgi við Ísland og Færeyjar í gildi en samkvæmt honum var landhelgin þrjár sjómílur. Innan landhelgi máttu útlendingar ekki stunda botnfiskveiðar nema Danir og Færeyingar sem höfðu sömu réttindi og Íslendingar. Allar botnvörpuveiðar innan landhelgi voru bannaðar bæði Íslendingum og útlendingum. Utan landhelgi var sjósókn alveg stjórn- og eftirlitslaus og á millistríðsárunum jókst sóknin mikið.

Heimildir

breyta