Skrokkhraði

Skrokkhraði skips er þumalputtaregla sem gefur vísbendingu um hámarkshraða þess að jafnaði út frá því hversu mikið skipsskrokkurinn ryður frá sér miðað við hefðbundna hönnun sem ekki fleytir (planar) eða klýfur ölduna mjög vel. Skrokkhraði vísar til þess að þegar skipið nær tilteknum hraða verður vatnsmótstaðan svo mikil að það kemst ekki hraðar.

Formúlan fyrir skrokkhraða virkar þegar um er að ræða mjög hefðbundna skipsskrokka en ef hönnun skrokksins er breytt geta skip auðveldlega náð upp fyrir þennan hraða án þess að plana. Í nútímaskipahönnun er því Froude-tala yfirleitt notuð fremur en skrokkhraði til að gefa vísbendingu um hámarkshraða.

Skrokkhraði er reiknaður með formúlunni:

þar sem er vatnslína skipsins í metrum og er hraði.