Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu

(Endurbeint frá ÖSE)

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, skammstafað ÖSE (á ensku Organization for Security and Co-operation in Europe einnig skammstafað OSCE), er alþjóðastofnun sem var stofnuð árið 1973 sem CSCE (Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu skammstafað RÖSE[1]) en nafninu var breytt árið 1990 og verkefnin endurskilgreind í kjölfar hruns kommúnismans. 56 ríki frá Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku eiga aðild að stofnuninni. Tilgangur stofnunarinnar er að koma í veg fyrir vopnuð átök, stjórnun neyðarástands og enduruppbyggingu á átakasvæðum.

Einkennismerki Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Vínarborg í Austurríki.

Heimildir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2007. Sótt 9. ágúst 2007.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.