Ólympsfjall
(Endurbeint frá Ólympusfjall)
40°05′08″N 22°21′31″A / 40.08556°N 22.35861°A
Ólympsfjall | |
Hæð | 2,919 metrar yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Grikkland |
Fjallgarður | Enginn |
Ólympsfjall (gríska: Όλυμπος Olympos) er hæsta fjall Grikklands, 2.917 metra hátt, það er heimili guðanna í grískri goðafræði. Hæsti tindur þess heitir Mitikas, sem þýðir „nef“ á grísku.
Ólympsfjall er þekkt fyrir fjölskrúðuga flóru sína, ef til vill þá fjölskrúðugustu í Evrópu, með nokkrum einlendum tegundum.
Í grískri goðafræði er Ólympsfjall aðsetur Ólympsguðanna tólf, aðalguðanna í grískri goðafræði. Grikkir hugsuðu sér að þar væru kristalshallir þar sem guðirnir byggju, m.a. Seifur.
Orðsifjar og merking nafnsins Ólympos eru óþekktar og hugsanlega er uppruni nafnsins ekki indóevrópskur.