Ólafur Grímur Björnsson
Ólafur Grímur Björnsson (fæddur 1944) er íslenskur vísindamaður í lífefnafræði og lífeðlisfræði.[1] Hann er tíður gestur á Þjóðarbókhlöðunni og því alþekktur meðal íslenskra háskólanema.[2]
Hann lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk svo doktorsgráðu í lífefnafræði við Háskólann í London 1982. Rannsóknir hans hafa einkum snúist um efnaskipti fituefna. Hann starfaði við rannsóknir í London frá 1977–1984, við hinn virta Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum 1984–1989, og svo við Oxford-háskóla í Bretlandi 1989–1994. Frá 1994 starfaði hann um tíma við vísindi við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands.[1]
Faðir Ólafs, Dr. Björn Sigfússon (1905–1991), gegndi í 30 ár embætti forstöðumanns háskólabókasafnsins (það sem í dag er Þjóðarbókhlaðan).[3] Ólafur tók saman ritverk föður síns og hafði umsjón með útgáfu þeirra árið 2004, greinarnar voru um 500 talsins og snerust helst um sögu og forníslenskar bókmenntir.[4]
Margir af bræðrum Ólafs hafa líka starfað við rannsóknir við Háskóla Íslands: Sveinbjörn Björnsson er eðlisfræðingur og var rektor Háskóla Íslands 1991–1997, Helgi Björnsson er jöklafræðingur, og Sigfús Björnsson er prófessor.