Skráardeiling

(Endurbeint frá Ólöglegt niðurhal)

Skráardeiling eða samnýting skráa[1] á við aðgerð sem felst í að dreif stafrænum upplýsingum í formi tölvuskráa eða sú tækni sem gerir slíkt mögulegt. Upplýsingarnar geta verið af margs konar tagi; hugbúnaður, hljóð, tónlist, kvikmyndir, ljósmyndir og texti. Margar aðferðir eru mögulegar við stafræna dreifingu. Til þess að dreifa skrám eru jafnan notaðar nettengdar tölvur en framfarir á sviði upplýsingatækni, sér í lagi tilkoma internetsins, hafa orðið til þess að magn skráa í dreifingu hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Hugbúnaður sem býður upp á dreifingu skráa í gegnum jafningjanet hefur sér í lagi orðið vinsæll. Höfundaréttarvörðu efni er dreift í miklu magni og í því samhengi er rætt um ólöglegt niðurhal.

David Finn, starfsmaður Microsoft hugbúnaðarrisans á ráðstefnu um „sjóræningjastarfsemi” í hugbúnaði í febrúar 2011.

Í rannsókn sem gerð var á Íslandi árið 2010 kom í ljós töluvert hátt hlutfall af ungu fólki (á aldrinum 11-16 ára) á Íslandi sækji sér höfundarréttarvarið efni á netinu og finnist það ekki athugavert.[2]

Tilvitnanir

breyta
  1. „Tölvuorðasafnið - samnýting skráa“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 27. mars 2011.
  2. Netnotkun íslenskra ungmenna[óvirkur tengill], grein eftir Sigurð Inga Árnason og Þorbjörn Broddason

Tengill

breyta