Ólöf Sölvadóttir eða Ólöf eskimói var smávaxin kona um 1,22 m á hæð sem fæddist á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi í Blöndudal í Húnavatnssýslu árið 1858 en fór til Vesturheims með föður sínum, stjúpmóður og systkinum árið 1876 og bjó fjölskyldan eitt ár í Nýja Íslandi en flutti síðan til Winnipeg. Ólöf var fyrst vinnukona en starfaði svo með fjölleikahúsum og bjó til sýningaratriði þar sem hún sagði frá uppvexti sínum á Grænlandi. Hún var þekktur og virtur fyrirlesari um tíma. Ekki komst upp um blekkingar hennar á meðan hún lifði og var ævisaga hennar Olof Krarer, the Esquimaux Lady: A Story of Her Native Home skráð af Albert S. Post og kom út árið 1887.

Inga Dóra Björnsdóttur mannfræðingur skrifaði bókina Ólöf eskimói - ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi um rannsóknir sínar á lífi Ólafar.

Heimildir

breyta