Ófullkomin myndbreyting
Ófullkomin myndbreyting lýsir þroskunarskeiði sumra skordýra sem fara aðeins í gegnum egg og gyðluform áður en þau verða fullvaxta skordýr. Vöxtur þeirra einkennist af stigvaxandi breytingum enda fara þau ekki í gegnum púpuskeið eins og skordýr sem undirgangast fullkomna myndbreytingu.