Drekaflugur (einnig verið nefndar slenjur) (fræðiheiti: Anisoptera) nefnast skordýr af annarri af tvem undirættbálkum vogvængja (Odonata), hin er glermeyjar (Zygoptera). Þessir undirættbálkar eru mjög svipaðir en helsti sýnilegi munur þeirra er að vængir drekaflugna standa lárétt út frá líkamanum í hvíld en glermeyjar leggja vængina aftur með búknum.

Drekaflugur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Vogvængjur (Odonata)
Undirættbálkur: Drekaflugur (Anisoptera)
Ættir

Aeshnidae
Austropetaliidae
Cordulegastridae
Corduliidae
Gomphidae
Libellulidae
Macromiidae
Neopetaliidae
Petaluridae

Drekaflugur eru einhver mestu rándýrin í skordýraríkinu. Vænghaf þeirra er oft um 10 cm, og hitabeltistegundir stærri, og vængirnir svo harðir að skellur í. Þær elta bráð sína uppi af mikilli áfergju, minni skordýr hvar sem er, grípa flugur í loftinu og voma yfir jörð líkt og ránfuglar og steypa sér niður, ef þær sjá eitthvað kvikt til að klófesta. Drekaflugur flækjast stundum til Íslands en lifa þar ekki. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Drekafluga á sveimi á Kambsvegi“. mbl.is. Sótt 27. nóvember 2012.

Heimildir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.